Forsida-adal

Flottur árangur í Noregi

📁 Forsida-adal, Forsíða KR, Sundfréttir 🕔11.June 2018

KR-ingar ásamt vinum sínum í Fjölni og Ármanni lögðust í víking um helgina og skelltu sér á Mjössvöm í Hamar, Noregi. Það var sannkölluð Spánar stemmning þarna hjá nágrönnum okkar því hitastigið var í kringum 28°C allan tímann. Okkar sundfólk er ekki alveg vant þessum aðstæðum en það kom þó ekki í veg fyrir flottan árangur. Margir voru að keppa á sínu fyrsta móti erlendis og stóðu sig ljómandi vel. KR átti einnig nokkra sundmenn í úrslitum og m.a. sigraði Tómas Magnússon allar þrjár baksundsgreinarnar nokkuð örugglega. En flottur árangur og fer þetta mót beinustu leið í reynslubankann góða.

Deila þessari grein