Forsida-adal

Skriðsundsnámskeið í nóvember

📁 Forsida-adal, Forsíða KR, Sundfréttir 🕔25.October 2018

Sunddeild KR og sundlaug Vesturbæjar standa reglulega fyrir skriðsundsnámskeiðum fyrir fullorðna. Mánudaginn 29. október hefst næsta skriðsundsnámskeið.

Á námskeiðinu er farið yfir undirstöðuatriði skriðsundsins, einnig verða aðrar sundaðferðir rifjaðar upp, gefin góð ráð í bringusundi og baksundi og jafnvel flugsundi fyrir þá áhugasömustu.

Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur 8 skipti. Kennsla fer fram i sundlaug Vesturbæjar á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:40-20:30.

Kennari er Halldór Kristiansen þjálfari hjá sunddeild KR. Námskeiðið kostar 10.500 krónur og er laugargjaldið er innifalið í námskeiðsgjaldi. Miðað verður við 10 manns að hámarki í hóp.

Sundgleraugu eru nauðsynleg á æfingum þá er líka gott að hafa froskalappirnar með fyrir þá sem þær eiga. Hér er kjörið tækifæri að læra og bæta sundkunnáttuna.

Skráning fer fram í skráningakerfi félagsins https://kr.felog.is/

 

Deila þessari grein