Forsíða KR

Fimm KR met á ÍM25

📁 Forsíða KR, Sundfréttir 🕔12.November 2018

Íslandsmeistaramótið í 25m laug fór fram í Hafnarfirði um helgina. KR ingar voru að sjálfsögðu mætt á svæðið með félögum sínum úr Fjölni og Ármanni en saman kepptum við undir merkjum ÍBR. KR ingum gekk prýðilega og var mikið um persónulegar bætingar. Tómas Magnússon náði lágmarki á Norðurlandameistaramótið í Finnlandi í 20om baksundi ásamt því að krækja í silfurverðlaun í sömu grein. Hann varð svo þriðji í 100 m baksundi og setti um leið KR met í báðum þessum greinum. Auk Tómasar þá settu þau Halla Margrét Baldursdóttir, Björgvin Árni Júlíusson og Herdís Birna Viggósdóttir KR met, Halla í 1500 m skriðsundi (bæði kvenna og stúlkna flokki), Björgvin í 200 m fjórsundi og Herdís í 200 m bringusundi.

Annars nældi ÍBR sér í fimm íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinunum þar sem Kristinn Þórarinsson varð þrefaldur íslandsmeistari og þær Eygló Ósk Gústafsdóttir og Ásta Kristín Jónsdóttir fengu einn titil hvor.Deila þessari grein