Forsida-adal

Jólafrí hjá Sunddeild KR

📁 Forsida-adal, Forsíða KR, Sundfréttir 🕔17.December 2018

Nú eru allir sundskólar í Sundhöllinni búnir og allir yngri hópar farnir í jólafrí. Gull- og silfurhópar í Sundhöll taka síðustu æfinguna sína í dag og á morgun. Æfingar hjá þessum hópum hefjast svo aftur 7. janúar eða daginn eftir jólamótið okkar sem haldið verður á Þrettándanum.
Skráningar á vorönn í sundskólanum hefjast á næstu dögum. Sunddeild KR óskar öllum iðkendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Deila þessari grein