Forsida-adal

Þrjú stigahæst á Reykjavíkurmeistaramóti

📁 Forsida-adal, Forsíða KR, Sundfréttir 🕔13.January 2019

KR-ingar kepptu á Reykjavikurmeistaramótinu í sundi um helgina og lenti liðið í þriðja sæti í heildarstigakeppni liðanna. Nýtt nafn var sett á bikarinn en Ármenningar fóru með sigur af hólmi og var það í fyrsta skipti sem það gerist. KR átti hins vegar þrjá af átta stigahæstu sundmönnum á mótinu í flokki ófatlaðra en það voru þau Halla Margrét Baldursdóttir og systkinin Tómas og Marta Magnúsbörn. Einnig eignuðumst við alls níu Reykjavíkurmeistara í alls 19 greinum fyrir utan flottar bætingar.

Deila þessari grein