Forsida-adal

Sumarsundnámskeið KR 2019

📁 Forsida-adal, Forsíða KR, Sundfréttir 🕔07.May 2019

Sundnámskeið sunddeildar KR fyrir 5-10 ára börn í Vesturbæjarlaug sumarið 2019

Sunddeild KR býður í sumar, líkt og undanfarin ár, upp á sundnámskeið fyrir 5-10 ára börn og eru námskeiðin haldin í samvinnu við ÍTR í sundlaug Vesturbæjar.

Aðalkennari á námskeiðunum er Halldór Kristiansen sem kennt hefur til margra ára hjá KR. Halldóri til aðstoðar eru 2-3 KR sundmenn sem eru ofan í lauginni með krökkunum til leiðsagnar og öryggis auk þess sem þau fara með krökkunum í gegnum klefana og aðstoða við önnur vandamál sem gætu komið upp. Almennt er miðað við að hámarki 14 börn í hverjum hóp. Á námskeiðunum eru grunnhreyfingar sundsins kenndar og ýmsar æfingar kynntar til þess að venja krakkana við vatn, reglulega hreyfingu og góð sundtök.

1. Námskeið: 11. júní – 21. júní (8 skipti)
2. Námskeið. 22. júlí – 2. ágúst
3. Námskeið: 6. ágúst – 16. ágúst (9 skipti)

Hópur 1 kl. 08:15 – 08:55
Hópur 2 kl. 09:00 – 09:40
Hópur 3 kl. 09:45 – 10:25
Hópur 4 kl. 10:30 – 11:10

Kennsla fer fram alla virka daga á tímabilinu og er verðið 7.000 kr fyrir námsekið 1, 8.500 fyrir námskeið 2 og 7.700kr fyrir námskeið 3. Ganga þarf frá greiðslu fyrir fyrsta tíma.

Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 6.maí og fer öll skráning fram í gegnum skráningarkerfi KR https://kr.felog.is/

Athugið að mögulegt er að stærri hópar taki frá heil námskeið og því séu þau ekki tiltæk í skráningarkerfinu!

Allar nánari upplýsingar eru veittar á sund@kr.is

Deila þessari grein