Forsíða KR

Sundskóli í Laugardalslaug

📁 Forsíða KR, Sundfréttir 🕔21.October 2019

Sunddeild KR ætlar að bjóða upp á 6 vikna sundskóla í Laugardalslauginni sem byrjar 7. nóvember. Kennsla verður í útilauginni og mun Berglind Brynjarsdóttir sjá um námskeiðið. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem fædd eru 2011-2014 og verða tímarnir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:50-16:40.
Farið verður yfir eftirfarandi atriði:

  • Vatnsaðlögun – unnið að því að börnunum líði vel í vatninu og læri að bjarga sér.
  • Straumlína – spyrna frá bakka og renna – spyrna frá bakka með kork
  • Flot – fara í kaf og blása frá sér – öndun (blása í vatnið) – hoppa út í laug
  • Skriðsundsfótatök á maga og baki – æfa hreyfingu skriðsundshandataksins
  • Leikir, leikir, leikir

Ekki er gert ráð fyrir að foreldrar séu með börnum í lauginni en fylgi þeim hins vegar gegnum búningsklefana. Velkomið að fylgjast með kennslunni af laugarbakkanum. Nauðsynlegt að vera með sundgleraugu í lauginni.

Verðið fyrir námskeiðið er 19.800 og er 25% systkinaafsláttur. Skráning er inni á kr.felog.is

Deila þessari grein