Forsíða KR

KR með Polo lið

📁 Forsíða KR, Sundfréttir 🕔23.October 2019

Nú hefur sunddeild KR stofnað sundknattleikslið ásamt reynsluboltanum Jurij Pahernik. Liðið æfir þrisvar í viku undir handleiðslu Jurij í Laugardalslauginni og eru æfingar á eftirtöldum tímum:

Þriðjudagar kl. 20:00-22:00
Fimmtudagar kl. 20:00-22:00
Sunnudagar kl. 20:00-22:00

Gott er að vera mættur 10 mín áður en æfingar hefjast. Við hvetjum alla áhugamenn um sundknattleik að kíkja á æfingar, það er frítt að æfa og öll tæki og tól eru til staðar. Ekki er gerð nein krafa um sundreynslu.

Deila þessari grein