Sundfréttir

Þórey með Íslandsmet

📁 Sundfréttir 🕔11.November 2019

KR ingar kepptu um helgina á ÍM-25. Á sama tíma fór einnig fram íslandsmeistaramót fatlaðra og þar gerði Þórey Ísafold gott mót en hún varð sjöfaldur Íslandsmeistari í flokki S14 auk þess sem hún bætti 15 ára gamalt íslandsmet í 50 m flugsundi.

Ófatlaðir KR ingar kepptu saman undir merkjum ÍBR ásamt vinum okkar úr Fjölni og Ármanni. Af KR ingum bar þar hæst að Tómas Magnússon náði lágmarki í 200 m baksundi á Norðurlandameistaramótið sem fer fram í Færeyjum að þessu sinni. Tómas bætti einnig sín eigin KR met í öllum baksundsgreinunum þremur í pilta flokki.

Deila þessari grein