Æfingar

Liðsuppbygging og hópaskipulag
Æfingakerfi okkar er hannað sem framþróun á milli hópa. Þessir mismunandi hópar henta sundmönnum á svipuðum aldri með svipaða getu í að byggja sig upp saman. Þátttaka í hverjum hópi er bæði ögrandi og skemmtileg.

 

Lið okkar skiptist upp í eftirfarandi hópa:

  • KR Team Reykjavík (KR_TR)
  • Fitnesshópur
  • Framtíðarhópur
  • Demantahópur
  • Gullhópur
  • Silfurhópur
  • Sundskóli KR
  • Garpahópur

Reglur um flutning á milli hópa
Við flutning á milli hópa taka þjálfarar mið af aldri, mætingu og ástundun, og getu hvers einstaklings, til að tryggja framþróun hans í sundíþróttinni.


KR Team Reykjavík (KR_TR)

Hópurinn er hluti af samstarfi Reykjavíkurfélagana KR, Ármanns og Fjölnis.Þarna eru okkar bestu sundmenn 13 ára og eldri og synda þeir 6 – 9 sinnum í viku auk styrktarþjálfunar og teygjuæfinga. Sundmennirnir taka þátt í fjölmörgum mótum innlands ár hvert og sumir fara erlendis á sundmót eða til æfinga.

Lágmörk þarf til að synda með þessum hóp.


Fitnesshópur

Hópur hugsaður fyrir sundmenn 14 ára og eldri sem ekki eru að keppa og æfa af fullum krafti. Æfingaálagið er ekki mjög mikið en ef áhugi er fyrir erfiðari æfingum eða að taka þátt í sundmótum er það meira en velkomið og álagið aukið eftir vilja sundmanna.


Framtíðarhópur

Hópur fyrir sundmenn sem hafa það að markmiði að komast upp í KR_TR hóp. Krakkarnir eru á aldrinum 11-14 ára og æfa 6 sinnum í viku auk styrktarþjálfunar. Sundmennirnir taka þátt í fjölmörgum mótum ár hvert auk þess farið er í æfingabúðir. .

Lágmörk þarf til að synda með þessum hóp.


 

Demantahópur

Hópur fyrir sundmenn á aldrinum 9-13 ára sem hafa náð góðum tökum á sundinu. Á æfingum hópsins eru farið nánar í sundtækni og um leið er unnið í æfingum sem auka þol, liðleika, kraft og almenna hreyfifærni. Sundmenn  hópsins taka þátt í 5 – 7 sundmótum á tímabilinu auk þess sem farið er í æfingaferðir yfir helgi. Hópurinn æfir 4 sinnum í viku.


Gullhópur

Hópar fyrir krakka á aldrinum 7-9 ára sem hafa náð ágætum tökum á sundi. Á æfingum er farið nánar í sundtækni og um leið er unnið í æfingum sem auka þol, liðleika, kraft og almenna hreyfifærni. Hóparnir æfa 3 sinnum í viku  í Vesturbæjarlaug og sundlaug Seltjarnarness en tvisvar sinnum í viku í Sunhöllinni, meðlimum þess hóps stendur þó til boða að sækja þriðju æfinguna annaðhvort í Vesturbæjarlaugina eða á Nesið. Sundmenn  hópanna taka þátt í 3 – 5 mótum á tímabilinu auk þess sem boðið er upp á æfinga- og skemmtiferðir yfir veturinn.


Silfurhópur

Hópur fyrir yngra sundfólkið, 7 – 9 ára  sem eru óhrædd við djúpu laugina og geta synt 25m án þess að stíga í botn. Á æfingum þeirra er farið nánar í sundtækni og um leið er unnið í æfingum sem auka þol, liðleika, kraft og almenna hreyfifærni. Hóparnir æfa 2 sinnum í viku og eru í boði í Vesturbæjarlaug og Sundhöllinni. Sundmenn hópanna taka þátt í 2 – 3 mótum á tímabilinu.

Athugið að sú breyting hefur orðið á Silfurhóp í Vesturbæjarlaug að hann mun æfa í grunnu lauginni þar a.m.k. fram að áramótum.


Sundskóli KR 

Skólinn er fyrir 4-8 ára krakka. Kennslan fer fram innanhúss í Austurbæjarskóla og Sundhöllinni við Barónsstíg og er stærð hópanna stillt í hóf 8- 12 börn. Í þessum hópum eru grunnhreyfingar sundsins kenndar og ýmsar æfingar kynntar til þess að venja krakkana við vatn, reglulega hreyfingu og góð sundtök.


Garpar

Garpahópurinn er fyrir  sundáhugmenn sem vilja halda sér í formi í skemmtilegum félagsskap. Æft er tvisvar í viku í sundlaug Vesturbæjar og er hver æfing um ein klst.  Í hópnum eru sundmenn  á aldrinum 23 – 55+ ára. Æfingar henta öllum einstaklingum og er ekki skilyrði að hafa verið sundmaður í “fyrra lífi”.


 

Share this article with friends