Sundskóli KR

Sundskóli KR  hefur verið starfræktur við miklar vinsældir frá árinu 1995 í Austurbæjarskóla og Sundhöllinni við Barónsstíg. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 4-8 ára. Markmið skólans er að kenna ungum börnum helstu grunnhreyfingar sundsins.

Í hverjum sundhóp eru 8-12 börn. Vorönnin 2019 hefst 7. janúar í Sundhöllinni   samkvæmt stundatöflu. Kennsla fer fram á eftirtöldum tímum:

Sundhöllin við Barónsstíg: þriðjudaga og fimmtudaga

Sæhestar     kl. 16.30 -7.10, fyrir 4-6 ára, byrjendur  

Höfrungar  kl. 18.00-18.40, fyrir 6-8 ára, framhald.

Sundhöllin við Barónsstíg mánudaga og miðvikudaga

Sæhestar   kl.   18.00-18.40, fyrir 4-6 ára, byrjendur

Höfrungar kl.  18.40-19.20, 5-8 ára, framhald.

Kennari: Halldór Kristiansen

Sæhestar.

Vatnsaðlögun – unnið að því að börnunum líði vel í vatninu og læri að bjarga sér.
Straumlína – spyrna frá bakka og renna – spyrna frá bakka með kork – flot – fara í kaf og blása frá sér – öndun (blása í vatnið) – hoppa út í laug – skriðsundsfótatök á maga og baki – æfa hreyfingu skriðsundshandataksins og fleira. Leikir, leikir, leikir :) :)

Höfrungar.

Straumlínulögun – spyrna frá bakka og renna – hopp af bakka – fara í kaf og sækja hlut – flot á maga og baki – skriðsunds- og baksundsfótatök – skriðsundshandatakið – baksundshandatakið – öndun í skriðsundi – lega í vatninu.  Leikir, leikir, leikir :) :)

Þátttaka foreldra.

Ekki er gert ráð fyrir að foreldrar séu með börnum í lauginni en fylgi þeim hins vegar gegnum búningsklefana í Sundhöllinni og Austurbæjarskóla. Velkomið að fylgjast með kennslunni af laugarbakkanum.  Nauðsynlegt að vera með sundgleraugu í lauginni.

Kostnaður og greiðslur: 

Sundhöllin 16 vikur  44.000. Systkinaafsláttur er 25%

Skráning fer fram í skráningarkerfi sunddeildar, kr.felog.is/

Námskeiðsgjald skal greiða fyrir 1. tíma með millifærslu eða með kreditkorti í skráningarkerfinu.

Nánari upplýsingar á sund@kr.is

Share this article with friends