Sjáumst á vellinum

Mætum á völlinn, hvetjum okkar lið
og hittum vini og kunningja.

Við erum KR!

KAUPA ÁRSKORT

Næstu leikir

"ÖFLUG LIÐSHEILD
SEM FÓRNAR SÉR"

Nýr völlur
bætt aðstaða


Endurbætur á æfingasvæði KR

Loksins er komið að því að við fáum nýtt fjölnota íþróttahús. Nýja húsið mun bæta aðstöðuna hjá KR til muna og getum við ekki beðið eftir að taka það í notkun.


Fyrsta skóflustunga verður á þessu ári, 2024.


Nánari upplýsingar

Öllum opið

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40
og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu. Æfingarnar eru í KR alla
þriðjudaga og föstudaga kl. 10:30.


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.


Styrkja KR


Einstaklingar geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í endurbætur og yngri flokka félagsins.

Nánari upplýsingar

"VIÐ ERUM KR"

Fréttir

Eftir Gunnar Egill Benonýsson 12 May, 2024
Flotta sundfólkið okkar heldur áfram að standa sig með prýði á Esbjerg Swim Cup. Þetta er þriggja daga mót með löngum mótshlutum og krakkarnir búnir að synda margar greinar. Þetta gerir seinasta dag mótsins erfiðan en KR-ingar sýna hvað í þeim býr og gefast ekki upp. Þau héldu áfram að bæta sýna bestu tíma en Timotei synti sig inní úrslit í 25 metra baksundi á tímanum 16,02 sekúntur Hann gerði svo enþá betur í sjálfum úrstlitunum þar sem hann synti á tímanum 15,83 Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 12 May, 2024
Dagur tvö á Esbjerg Swim Cup Það gekk rosalega vel á degi tvö á Esbjerg Swim Cup. Á föstudeginum var enþá smá þreyta í liðinu eftir ferðalagið en í dag voru allir vel hvíldir og glaðir. Krakkarnir héldu áfram að bæta sig og syntu enþá hraðar heldur en í gær. Helstu tíðindi voru að boðsundsveit KR hafnaði í fimmta sæti í 8x25 metra flugsund boðsundinu en það var rétt svo tæp sekúnda sem aðskildi fimmta, fjórða og þriðja sætið Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 10 May, 2024
Fyrsta hluta á Esbjerg Swim Cup er lokið. Það var mikið um bætingar og fjör á bakkanum. Mikil spenna í hópnum þar sem þetta er fyrsta erlenda sundmótið hjá öllum krökkunum.  Þjálfararnir eru rosalega ánægðir með daginn og stoltir af sundkrökkunum okkar
Fleiri fréttir
Share by: