KR x Macron

Klæddu þig í nýja sögulega treyju KR og gríptu árskort í leiðinni - vertu klár í stúkuna!

Sjáumst á vellinum - Áfram KR!




mán
þri
mið
Fim
fös
lau
sun

31

1

2

3

4

5

Taekwondo: Bikarmót

Borðtennis: Úrslit í öllum deildum

6

16:15 Besta deildin: KA-KR

7

8

9

10

19:00 Fótbolti kvk: KR-Haukar

11

12

13

14

19:15 Fótbolti kk: KR-Valur

15

16

17

18

19

14:00 Mjólkurbikar kvenna: KÞ-KR

14:00 Mjólkurbikar karla: KR-KÁ

20

21

22

23

18:00 Besta deildin: FH-KR

24

25

26

Borðtennis: Bikarkeppni BTÍ

27

19:15 Fótbolti kk: KR-ÍA

28

29

17:00 Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur

30

1

2

3

4

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40 og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu.


Æfingarnar eru í KR alla mánudaga og föstudaga kl. 10:30.


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.

"ÖFLUG LIÐSHEILD SEM FÓRNAR SÉR"

Styrkja KR


Einstaklingar geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í endurbætur og yngri flokka félagsins.

Nánari upplýsingar

"Við erum KR Reykjavík"

Fréttir

30. apríl 2025
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í félagsheimili KR í gær voru þau Perla Jóhannsdóttir, körfuknattleiksdeild og Guðmundur Flóki Sigurjónsson, taekwondodeild valin íþróttafólk KR árið 2025. Perla Jóhannsdóttir (f. 1996) ólst upp í körfunni í KR og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2012 þá 15 ára gömul. Perla hefur allan sinn feril leikið með KR og á þeim tíma myndað hornstein í liði meistaraflokks kvenna. Á liðnu tímabili var Perla fyrirliði liðsins sem tryggði sér þáttökurétt í efstu deild kvenna eftir glæstan sigur í umspilinu nú á dögunum. Perla er fyrirmynd fyrir alla unga iðkendur í KR. Hún er hæfileikaríkur leikmaður og leiðtogi með risastjórt KR hjarta sem staðið hefur með uppeldisfélagi sínu í gegnum súrt og sætt með vinnusemi og elju að vopni. Perla Jóhannsdóttir er íþróttakona KR árið 2025. Guðmundur Flóki Sigurjónsson (f. 2008) er í unglingaflokki (junior) 15 - 17 ára, en byrjaði á þessu ári að keppa í fullorðinsflokki með góðum árangri. Hann hefur verið í íslenska landsliðinu í bardaga síðan vorið 2023, nú undir stjórn breska þjálfarans Rich Fairhurst. Guðmundur Flóki náði þeim árangri á síðasta ári að verða Íslandsmeistari, Norðurlandameistari og Evrópumeistari smáþjóða. Auk þess sigraði hann sinn flokk á bikarmótum Taekwondosambands Íslands og fékk gull á Balkanbikarnum í Rúmeníu. Kom þessi góði árangur honum í 10. sæti evrópska styrkleikalistans. Hann keppti á alls átta alþjóðlegum mótum árið 2024, þar á meðal á heimsmeistaramóti unglinga í Kóreu, og sótti æfingabúðir í Noregi og Danmörku. Snemma á þessu ári vann hann svo Opna Slóveníumótið. Guðmundur Flóki var valinn efnilegasti juniorkeppandi ársins 2024 af Taekwondosambandi Íslands og skrifaði undir afrekssamning við sambandið og taekwondodeild KR um að vinna saman að þátttökurétti á Ólympíuleikana í Los Angeles 2028. Hann þjálfar iðkendur á öllum aldri hjá taekwondodeild KR og er mikil fyrirmynd. Framundan á þessu ári eru meðal annars fleiri alþjóðleg mót, æfingabúðir með breska landsliðinu og því norska, Evrópumeistaramót unglinga, Evrópumeistaramót smáþjóða og Evrópumót 21 árs og yngri. Guðmundur Flóki var valinn karl ársins hjá taekwondodeild KR og er íþróttamaður KR árið 2025. Til hamingju Perla og Guðmundur Flóki!
Eftir Ásta Urbancic 28. apríl 2025
A-lið KR varð bikarmeistari í borðtennis sunnudaginn 27. apríl. Liðið sigraði bikarmeistara fyrra árs, BH 4-1 í úrslitaleik. Leikurinn var jafn og spennandi og unnust allir fjórir sigrar KR í oddalotu, eftir að leikmaður KR hafði verið undir. Lið KR skipuðu þau Ellert Kristján Georgsson, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Pétur Gunnarsson. Í bikarkeppni eru mest leiknir fjórir einliðaleikir karla, einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur karla og tvenndarleikur, og vinnur það lið sem fyrr vinnur fjórar viðureignir. Úrslit í einstökum viðureignum, KR-A - BH-A: Pétur Gunnarsson - Þorbergur Freyr Pálmarsson 3-2 Ellert Kristján Georgsson - Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson 3-2 Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir - Sól Kristínardóttir Mixa 3-2 Ellert/Pétur - Þorbergur/Jóhannes 0-3 Guðbjörg/Pétur - Sól/Þorbergur 3-2 KR varð síðast bikarmeistari fyrir 9 árum síðan.
28. apríl 2025
Birgir Guðjónsson, góður vinur, leikmaður og félagi í starfinu fyrir gamla góða KR er látinn. Birgir var fæddur 16. apríl 1957, en lést að morgni 24. apríls sl. á líknardeild Landsspítalans. Hann var af traustum KR-ættum, dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar formanns KR um árabil og eins helsta leiðtoga félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir stundaði knattspyrnuæfingar hjá KR frá unga aldri og upp yngri flokkana. Hann þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður enda hafði hann ekki langt að sækja hæfileikana. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og átti síðan nokkuð fast sæti á miðjunni í liðinu næstu árin fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Það má segja að Birgir hafi verið einn af lykilleikmönnum meistaraflokks KR í kringum 1980. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR (89 í Íslandsmóti), og skoraði hann í þeim 14 mörk, (11 í Íslandsmóti). KR-liðið var ekki sigursælt á þessum árum en framlag Birgis skipti miklu máli fyrir KR til að halda sjó í harðri baráttu fyrir stöðu félagsins á Íslandsmótinu. Birgir hélt áfram að hafa afskipti af knattspyrnunni í KR eftir að leikmannsferli hans lauk. Hann sat í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993 og lagði hjartað í störf sín fyrir KR. Þegar KR sleppti, þá var stærðfræðikennsla í Menntaskólanum í Reykjavík hans ær og kýr. Hann þjónaði nemendum MR dyggilega á því sviði um langt árabil.  Undanfarin 2 ár reyndust Birgi erfið, glíma við alvarleg veikindi tók á. Viljinn til sigurs í þeirri glímu var mikill – en fyrir rest hafði óvinurinn betur. Birgir var kvæntur Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og eiga þau eina dóttur, Ragnheiði. KR sendir Guðrúnu og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Megi góður guð vera með ykkur.
23. apríl 2025
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið Alexander Rafn Pálmason og Sigurð Breka Kárason í leikmannahóp til þátttöku í UEFA Development móti sem fram fer í Svíþjóð dagana 1.–7.maí næstkomandi. Liðið æfir á Íslandi þriðjudaginn 29. apríl og miðvikudaginn 30. apríl áður en haldið er til Svíþjóðar þann 1. maí. Hópurinn sem fer út.
Fleiri fréttir