FRÉTTIR

- fréttir úr öllum deildum kr -

Eftir Gunnar Egill Benonýsson 12 May, 2024
Flotta sundfólkið okkar heldur áfram að standa sig með prýði á Esbjerg Swim Cup. Þetta er þriggja daga mót með löngum mótshlutum og krakkarnir búnir að synda margar greinar. Þetta gerir seinasta dag mótsins erfiðan en KR-ingar sýna hvað í þeim býr og gefast ekki upp. Þau héldu áfram að bæta sýna bestu tíma en Timotei synti sig inní úrslit í 25 metra baksundi á tímanum 16,02 sekúntur Hann gerði svo enþá betur í sjálfum úrstlitunum þar sem hann synti á tímanum 15,83 Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 12 May, 2024
Dagur tvö á Esbjerg Swim Cup Það gekk rosalega vel á degi tvö á Esbjerg Swim Cup. Á föstudeginum var enþá smá þreyta í liðinu eftir ferðalagið en í dag voru allir vel hvíldir og glaðir. Krakkarnir héldu áfram að bæta sig og syntu enþá hraðar heldur en í gær. Helstu tíðindi voru að boðsundsveit KR hafnaði í fimmta sæti í 8x25 metra flugsund boðsundinu en það var rétt svo tæp sekúnda sem aðskildi fimmta, fjórða og þriðja sætið Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 10 May, 2024
Fyrsta hluta á Esbjerg Swim Cup er lokið. Það var mikið um bætingar og fjör á bakkanum. Mikil spenna í hópnum þar sem þetta er fyrsta erlenda sundmótið hjá öllum krökkunum.  Þjálfararnir eru rosalega ánægðir með daginn og stoltir af sundkrökkunum okkar
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 09 May, 2024
Flottur hópur KR-inga lagði á stað til Esbjerg í Danmörk til að keppa á alþjóðlegu sundmóti, Esbjerg swim cup. Lagt var á stað með flugin klukkan 6:20 í morgun og verða þau komin á áfangastað um 18:00 í kvöld, Mótið stendur yfir föstudag 10 maí til sunnudags 12 maí. í ferðinni eru 23 sundmenn sem eru öll að keppa erlendis í fyrsta skipti. Mikil gleði og spenna ríkir yfir hópnum Áfram KR!!!
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 06 May, 2024
Æfingatafla sumarsins, æfingagras er grassvæðið á milli KR vallar (gervigras) og Meistaravallar (aðalvöllur).
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 03 May, 2024
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í félagsheimili KR í gær voru þau Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, körfuknattleiksdeild og Eiríkur Logi Gunnarsson, borðtennisdeild valin íþróttafólk KR. Fjóla Gerður Gunnarsdóttir er 17 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur var hún að ljúka sínu öðru tímabili í meistaraflokki. Fjóla var lykilleikmaður í meistaraflokki á ný yfirstöðnu tímabili, spilaði alla leiki KR í deild, bikar og úrslitakeppni. Hún var með 12 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Fjóla varð Íslandsmeistari síðasta vor með 11. flokki stúlkna í KR. Fjóla var í lokahópi U18 ára landsliðs Íslands síðasta sumar og spilaði á EM og NM. Fjóla var nýlega valin í lokahóp U18 fyrir landsliðsverkefni sumarsins. Eiríkur Logi Gunnarsson varð Íslandsmeistari í flokki 16-18 ára í einlíðaleik og tvíliðaleik. Einnig varð hann Íslandsmeistari í 1. flokki karla ásamt því að verða Íslandsmeistari með KR í 2. deild karla. Þið eruð vel að þessu komin og sannar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur. Til hamingju Fjóla og Eiríkur.
Eftir Ásta Urbancic 02 May, 2024
Guðmundur Flóki Sigurjónsson, ríkjandi Íslands- og Norðurlandameistari í bardaga, tryggði sér enn einn titilinn í síðustu viku þegar hann sigraði sinn flokk á Evrópumeistaramóti smáþjóða sem fram fór í Tallinn, Eistlandi. Guðmundur Flóki keppir í -68 kg unglingaflokki. Við óskum Guðmundi Flóka og þjálfurum hans innilega til hamingju með sigurinn!
Eftir Ásta Urbancic 30 Apr, 2024
Skemmtimót á stórum borðum
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 28 Apr, 2024
Sunddeild KR keppti á Lýsis móti Ármanns í Laugardalslaug helgina 27-28 apíl. Það voru miklar bætingar og flottur árangur á mótinu. Það ríkir mikil spenna í hópnum þar sem næsta verkefni er Esbjerg swim cup í Danmörk 10-12 maí, en þangað fara 23 sundmenn úr A og B hóp sunddeildarinnar
Lesa meira
Share by: