Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar KR
Hlutverk barna- og unglingaráðs (BUR) er að bera faglega, félagslega og fjárhagslega ábyrgð á knattspyrnustarfi barna og unglinga í KR, 16 ára og yngri. BUR skipar stjórn sem hittist að jafnaði á 2ja vikna fresti.
Meðal annarra verkefni BUR eru td.:
- Skipulagning móta yngri flokka á vegum KR til fjáröflunar á barna- og unglingastarfi
- Utanumhald foreldraráða yngri flokka
- Fræðsla til iðkenda, forráðamanna og þjálfara
- Sjálfboðaliðastarf
- Önnur fjáröflun fyrir barna- og unglingastarf
Íþróttastjóri KR kemur að margvíslegum verkefnum BUR, m.a. skráningu iðkenda, skipulagningu móta, uppsetning æfingataflna o.fl.
BUR starfar undir knattspyrnudeild KR, en er sjálfstætt í sínum ákvörðunum.
Viljir þú hafa samband við stjórn Barna- og Unglingaráðs hvetjum við þig til að senda tölvupóst á: burknattspyrna@kr.is
Stjórn Barna- og unglingaráðs 2025 – 2026
Foreldraráð yngri flokka KR
Foreldraráð eru mikilvægur hlekkur í starfi félagsins. Foreldraráð hefur samstarf við BUR og aðalþjálfara um skipulag verkefna hvers flokks. Aðalþjálfari hvers flokks ber ábyrgð að kosið sé í foreldraráð á hverju hausti. Æskilegt er að í foreldraráði séu fulltrúar bæði af yngra og eldra ári og gott er að fulltrúar séu úr sem flestum skólum á svæði KR.
Helstu hlutverk foreldraráða:
- Foreldraráð mætti kalla verkstjóra yngri flokkanna. Aðilar sem eru í foreldraráðum eiga ekki að vinna alla vinnuna, heldur frekar að sjá um að virkja aðra foreldra í viðkomandi flokk.
- Tengiliðir við þjálfara og miðla upplýsingum til forsjáraðila
- KR notar Sportabler til að halda utan um samskipti milli þjálfara og forsjáraðila.
- Foreldraráð geta stofnað facebook síður fyrir foreldra fyrir önnur samskipti sín á milli.
- Skipuleggja keppnisferðir og hópefli í samvinnu við þjálfara
- Skipuleggja fjáraflanir til að standa straum af ferðakostnaði.
- Gjaldkeri hvers foreldraráðs hefur prókúru á reikning viðkomandi flokks hjá KR. Hann sér um greiðslur sem inna þarf af hendi fyrir hvert mót og heldur utan um inneignir barna sem koma að fjáröflunum.
- Að hausti þarf gjaldkeri að gera flokkinn upp, halda utan um inneignir þeirra sem halda áfram í flokknum og greiða út inneignir þeirra sem fara upp um flokk. Miðað skal við að inneignir í lok sumars séu ekki hærri en 100.000 kr.
Meðlimir foreldraráða
3. flokkur KK
3. flokkur KVK
Ágúst Sæmundsson
Drífa Árnadóttir
Ingibjörg Rós Kjartansdóttir
Margrét Baldvinsdóttir
Þorsteinn Jónínuson
Guðrún Hulda Gunnarsdóttir
Guðrún Magnúsdóttir
Helga Björnsdóttir
Þórhallur Ólafsson
4. flokkur KK
4. flokkur KVK
Anna Sigríður Guðnadóttir
Arnar Ingi Jónsson
Heimir Skúli Guðmundsson
Heimir Örn Herbertsson
Karen Gestsdóttir
Árni Birgisson
Ingólfur Gissurarson
Jens Þórðarson
Ólafur Helgi Þorkelsson
5. flokkur KK
5. flokkur KVK
Arnar Vilmundarson
Ása Freysdóttir
Brynjar Valþórsson
Heiðdís Björk Brandsdóttir
Ingibjörg Stefánsdóttir
ingibjorg.osp.stefansdottir@gmail.com
Jónína Guðný Bogadóttir
Viktor Bjarki Arnarsson
Elín Huld Árnasdóttir
6. flokkur KK
6. flokkur KVK
Arnar Gíslason
Dagný Björk Aðalsteinsdóttir
Erlingur Fannar
Guðrún Birna Brynjarsdóttir
Katrín Ósk Birnudóttir
Kristinn Jóhannes Magnússon
Magnús Berg Magnússon
Ottó Stefán Michelsen
Sindri Tryggvason
Valgerður Pálmadóttir
Anna Friðrikka Jónsdóttir
Ármann Snævarr
Helga Guðmundsdóttir
Jón Þór Pétursson
Vilborg Gísladóttir
Þórir Helgason
7. flokkur KK
7. flokkur KVK
Baldur Finnsson
Dagmar Blöndal Magnadóttir
Guðlaug Sara Guðmundsdóttir
Guðrún Emilsdóttir
Guðrún Stefánsdóttir
Íris Bergsdóttir
Jón Heiðar Kolbrúnarson
Kristín Guðmundsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
8. flokkur KK
8. flokkur KVK
Tryggingar iðkenda
Almennt er hver og einn á eigin ábyrgð í sinni íþróttaiðkun. Mikilvægt er að forsjáraðilar geri sér grein fyrir því að börn eru á þeirra ábyrgð í íþróttum hverju sinni.
Samkvæmt íslenskum lögum bera þau félög og samtök sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi ekki sjálfkrafa ábyrgð á slysum sem börn verða fyrir í starfinu. Því er mikilvægt að foreldrar kynni sér þetta og sé í sambandi við sitt tryggingarfélag þegar slys gerast.
Heimilistryggingar fela oft í sér ábyrgðartryggingu vegna tjóns sem börn valda. Sumar fela líka í sér slysatryggingar vegna tjóns sem börn valda og enn aðrar fela líka í sér slysatryggingu vegna slysa sem börn verða fyrir í frítíma. Þar sem að slíkum slystryggingum sleppir er barn eða ungmenni ekki tryggt í félags- og tómstundastarfinu frekar en þegar það er úti að leik.
Fjölskyldu- og heimilistryggingar innihalda flestar slysatryggingar í frítíma sem tryggja börn við æfingar og í keppni að 16 ára aldri. Þær tryggingar greiða bætur vegna sjúkrakostnaðar, varanlegrar örorku og andláts af völdum slysa.
Skaðabótaskylda félaga og/eða þjálfara á eingöngu við ef sá sem stendur fyrir starfinu hefur sýnt af sér sök, t.a.m. vanrækslu við að gæta barna, og það veldur slysi.
Frekari upplýsingar um tryggingamál félagasamtaka má finna í bæklingi sem gefinn var út af Menntamálaráðuneytinu um ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.