Sjáumst á vellinum

Mætum á völlinn, hvetjum okkar lið
og hittum vini og kunningja.

Við erum KR!

KAUPA ÁRSKORT

Næstu leikir

"ÖFLUG LIÐSHEILD
SEM FÓRNAR SÉR"

Nýr völlur
bætt aðstaða


Endurbætur á æfingasvæði KR

Loksins er komið að því að við fáum nýtt fjölnota íþróttahús. Nýja húsið mun bæta aðstöðuna hjá KR til muna og getum við ekki beðið eftir að taka það í notkun.


Fyrsta skóflustunga verður á þessu ári, 2024.


Nánari upplýsingar

Öllum opið

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40
og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu. Æfingarnar eru í KR alla
þriðjudaga og föstudaga kl. 10:30.


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.


Styrkja KR


Einstaklingar geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í endurbætur og yngri flokka félagsins.

Nánari upplýsingar

"VIÐ ERUM KR"

Fréttir

Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 27 Apr, 2024
Melabúðin og knattspyrnudeild KR hafa gert með sér samstarfssamning næstu tvö árin, út árið 2025. Merki Melabúðarinnar mun prýða keppnistreyjur hjá meistaraflokkum knattspyrnudeildar á samningstímanum. "Það er ljúft fyrir hverfisverslunina Melabúðina að standa við bakið á hverfisíþróttafélaginu KR, enda er félagið ekki bara í fremstu röð í knattspyrnunni heldur líka með frábært starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Þetta formlega samstarf undirstrikar stuðning okkar en Melabúðin hefur staðið við bakið á félaginu um áraraðir. Sonur minn heimsækir einmitt íþróttahús KR reglulega með leikskólanum sínum og við gætum ekki verið glaðari" segir Snorri Guðmundsson, annar eigenda Melabúðarinnar "Við hjá KR erum gríðarlega stolt af samstarfi við Melabúðina þar sem Melabúðin er okkar hverfisverslun og þar hittast KR-ingar gjarnan og spjalla um gengi liðsins. Melabúðin hefur stutt ötullega við bakið á knattspyrnudeild félagsins undanfarin ár og því sannur heiður fyrir okkur að vera búin að ná formlegum samningi við Melabúðina" segir Einar Örn Ólafsson, stjórnarmaður knattspyrnudeildar KR.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 25 Apr, 2024
Gleðilegt sumar kæru KR-ingar Aðalfundur KR verður haldinn fimmtudaginn 2. maí í félagsheimili KR. Fundurinn hefst kl. 17:30. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum KR. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á miðnætti 27. apríl. Framboðum skal skilað til framkvæmdastjóra félagsins, Bjarna Guðjónssonar, bg@kr.is .
Eftir Ásta Urbancic 23 Apr, 2024
KR-ingar sigruðu í þremur flokkum á Coca-Cola mótinu, sem fram fór í TBR-húsinu þann 20. apríl. Norbert Bedo sigraði í meistaraflokki karla og átti KR þrjá verðlaunahafa af fjórum í flokknum. Ellert Kristján Georgsson varð annar og Eiríkur Logi Gunnarsson í 3.-4. sæti. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á fyrsta mótinu eftir að hún vann sig upp í meistaraflokk. Hún vann móður sína, Guðrúnu Gestsdóttur í úrslitum. Helena Árnadóttir vann 1. flokk kvenna og aftur varð Guðrún Gestsdóttir í 2. sæti. Myndir af vef BTÍ.
Fleiri fréttir
Share by: