RAFÍÞRÓTTIR

ST. 2023

Rafíþróttadeild KR & Skema

Rafíþróttir hafa undanfarin ár rutt sér til rúms í tómstundastarfi barna á Íslandi. Rafíþróttastarf miðar að því að auka við færni iðkenda í keppnistölvuleikjum, byggja upp sterk félagsleg tengsl í hópnum og fræða um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls og líkamsstöðu. 


Æfingar fara fram í Háskólanum í Reykjavík tvisvar í viku, 90 mínútur í senn. Hver æfing hefst á líkamlegri hreyfingu, eins og teygjum, yoga, þreki eða leikjum. Þá taka við skipulagðar æfingar í tölvuleikjum. Iðkendur æfa sig í ýmsum tæknilegum þáttum í tölvuleikjunum, samvinnu við aðra og samhæfingu augna og handa.


Leikirnir sem eru í boði hjá Rafíþróttadeild KR og Skema eru:

  • Valorant
  • CS:GO
  • Rocket League
  • Fortnite
  • Overwatch 2


Æfingatafla

Fyrir krakka á aldrinum 8-16 ára - hópaskipt eftir aldri

Nánari upplýsingar og skráning

Dagur Tími
Mánudagur 17:00 - 18:30 & 18:30 - 20:00
Miðvikudagur 17:00 - 18:30 & 18:30 - 20:00

Æfingar fara fram í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, stofa M107

Þjálfari

Úlfur Atlason

ulfura@ru.is