KNATTSPYRNA
FRÉTTIR
Fréttir frá knattspyrnudeild KR

Jóhannes Kristinn Bjarnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við Kolding í Danmörku! Jóhannes Kristinn er uppalinn KR-ingur sem hefur spilað 75 meistaraflokksleiki fyrir félagið og skorað í þeim 15 mörk! Þá hefur hann spilað 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands! Á sama tíma og Knattspyrnufélag Reykjavíkur þakkar Jóhannesi Kristni fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum góðs gengis í nýju og spennandi verkefni þá vonum við að KR-Breiðablik hafi ekki verið hans síðasti leikur í KR treyjunni! Innilega til hamingju Jói og gangi þér vel!

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið Alexander Rafn Pálmason og Skarphéðin Gauta Ingimarsson í leikmannahóp fyrir Telki Cup æfingamótið sem fram fer í Ungverjalandi dagana 11. – 17. ágúst. Íslenska liðið mun spila á móti Ungverjalandi, Írlandi og Tyrkland á mótinu. Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!!

Ómar Ingi Guðmundsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið eftirtalda leikmenn til úrtaksæfinga dagana 6.-8. ágúst 2025. Æfingarnar munu fara fram á Laugardalsvelli. Fulltrúar KR: Heiðar Örn Heimisson Lárus Högni Harðarson Marinó Leví Ottósson Ólafur Sigurðsson Þorbergur Orri Halldórsson Gangi ykkur vel strákar!!

KR í samstarfi við Pálínu Kroknes hefur ákveðið gefa iðkendum í 8. - 5. flokki karla og kvenna rafrænt eintak af lita- og verkefnahefti sem hún vann að fyrir EM kvenna 2025. Pálína hefur sterkar taugar til félagsins en faðir hennar, Jóhann Króknes Torfason spilaði með meistaraflokki KR 1972 - 1977. Hann spilaði 54 leiki fyrir félagið og skoraði 17 mörk! KR þakkar Pálínu fyrir samstarfið og hvetur iðkendur til að prenta út eintak af bókinni og fylgjast vel með leikjunum á EM í sumar! Iðkendur geta nálgast heftið í gegnum slóð á ABLER! Aðrir áhugasamir geta keypt heftið hér: http://palinakroknes.myshopify.com/

Héðinn Már Hannesson, ungur maður og mikill KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins er látinn langt fyrir aldur fram aðeins 21 árs gamall. Héðinn Már var afskaplega rólegur og vinalegur drengur og var vel liðinn af liðsfélögum sínum. Hann var fæddur þann 11. júní 2003 og lést þann 21. maí síðast liðinn eftir erfið veikindi. Héðinn Már fór á mörg fótboltamót með yngri flokkum KR, meðal annars á N1 mótið, Goða mótið og til Vestmannaeyja sem og til Svíþjóðar, Spánar og Chicago. Eftir að Héðinn Már hætti í fótbolta tók tónlistin yfir og var hann sjálflærður á gítar, bassa og hljómborð auk þess að vera góður ljóða- og textahöfundur. Hann stofnaði hljómsveitina Marsipan sem var valin hljómsveit fólksins á Músiktilraunum árið 2023. Stutt textabrot úr ljóði eftir Héðin Má: Ég er bara ég Þú ert bara þú. Við getum ekki verið neitt annað. Og ekki gleyma að vera bara til og sjá fegurð í öllu sem er KR sendir fjölskyldu, vinum og aðstandendum Héðins Más innilegar samúðarkveðjur og um leið hvetur alla KR-inga til þess að vera óhrætt að tala um erfiðleika og tilfinningar, innan sem utan vallar og þá sérstaklega unga drengi. Þeir sem hafa tök á geta styrkt Píeta samtökin sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Reiknisnúmer: 0301-26-041041 Kennitala: 410416-0690 Við stöndum saman öll sem eitt!

Iðkendur yngri flokka kvenna hjá KR geta boðið vinkonu/m á æfingu dagana: 2.- 8. júní fyrir 8. flokk, 7. flokk & 5. flokk 9.-15. júní fyrir 6. flokk, 4. flokk & 3. flokk Iðkendur og vinkonur fá miða á æfingunum um hvernig á að skrá sig í KR. Þá gildir miðinn einnig sem aðgangsmiði fyrir einn fullorðinn sem mætir með kvk. iðkanda á fyrsta heimaleik kvenna á Meistaravöllum! Minnum svo á EM kvenna í Sviss í júlí!!

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið Halldór Snæ Georgsson, Jóhannes Kristin Bjarnason og Júlíus Mar Júlíusson í leikmannahóp fyrir vináttuleiki gegn Egyptum 6. júní og gegn Kólumbíu 9. júní. Báðir leikirnir fara fram í Kaíró í Egyptalandi. Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!