KNATTSPYRNA

FRÉTTIR

Fréttir frá knattspyrnudeild KR

12. september 2025
Aldís Ylfa Heimisdóttir landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið Köru Guðmundsdóttur og Rakel Grétarsdóttur í leikmannahóp sem tekur þátt í æfingamóti sem verður haldið í Porto, Portúgal dagana 26. til 30.september.  Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel!!
12. september 2025
Ómar Ingi Guðmundsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið Tristan Gauta Línberg Arnórsson í leikmannahóp sem tekur þátt í æfingamóti í Finnlandi dagana 23.-26. september. Ísland mætir þar Eistlandi, Finnlandi og Norður-Írlandi! Til hamingju Tristan Gauti og gangi þér vel!!
8. september 2025
Í kvöld, 8. september kl. 20:00 er kynningarfundur fyrir 2. flokk kvenna í fótbolta. Allar stelpur fæddar 2007, 2008 og 2009 eru velkomnar. Þjálfari flokksins er Guðjón Kristinsson. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili KR. Vonandi sjáum við sem flestar stelpur! Foreldrar og forráðamenn eru að sjálfsögðu velkomin líka. Áfram KR!
29. ágúst 2025
Aldís Ylfa Heimisdóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið Rögnu Láru Ragnarsdóttur á landsliðsæfingar dagana 8.-10. september. Gangi þér vel Ragna Lára!!
29. ágúst 2025
Aldís Ylfa Heimisdóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið Köru Guðmundsdóttur, Matthildi Eygló Þórarinsdóttur og Rakel Grétarsdóttur á landsliðsæfingar dagana 8.-10. september. Gangi ykkur vel stelpur!!
28. ágúst 2025
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið Halldór Snæ Georgsson, Galdur Guðmundsson og Júlíus Mar Júlíusson í hóp sem mætir Færeyjum og Eistlandi í undankeppni EM 2027. Leikirnir eru fyrstu leikir liðsins í undankeppninni. Ísland mætir Færeyjum á Þróttarvelli fimmtudaginn 4. september og hefst sá leikur kl. 17:00. Liðið fer svo til Eistlands og mætir þar heimamönnum mánudaginn 8. september í Tallin. Gangi ykkur vel strákar!
26. ágúst 2025
Knattspyrnudeild KR lætur gott af sér leiða með styrktarleik til stuðnings Gigtarfélagi Íslands. Leikurinn fer fram á Meistaravöllum fimmtudaginn 28. ágúst þar sem kvennalið KR spilar við Hauka og styrkir Gigtarfélagið um leið. Gigtarfélag Íslands vinnur ötult starf við að bæta lífsgæði gigtarsjúklinga, stuðla að fræðslu og styðja við félagsfólk og aðstandendur. Gigtarsjúkdómar geta hrjáð fólk á öllum aldri, ekki einungis eldra fólk, en 75% gigtarsjúklinga eru konur. Kvennalið KR leggur málefninu lið til að efla umræðuna og safna styrktarfé sem rennur beint til Gigtarfélagsins. Leggðu okkur lið Leikmenn KR munu spila í sérstökum viðhafnarkeppnisbúningi sem hefur verið hannaður sérstaklega fyrir tilefnið. Búningurinn verður einnig til sölu í takmörkuðu upplagi fyrir leikinn. Allur ágóði sölunnar og miðasölu á leikinn mun renna til Gigtarfélags Íslands.
26. ágúst 2025
Miðvikudaginn 27. ágúst bjóðum við upp á fræðslufund um gigtarsjúkdóma og starfsemi Gigtarfélags Íslands. Fundurinn fer fram í félagsheimili KR kl. 18:00 en fundarstjóri verður Pálmi Rafn Pálmason framkvæmdastjóri KR. Hrönn Stefánsdóttir formaður Gigtarfélagsins segir frá starfi félagsins og þeim stuðningi og þjónustu sem félagið veitir fólki með gigt og fjölskyldum þeirra. Katrín Þórarinsdóttir gigtarlæknir mun fjalla almennt um gigtarsjúkdóma, áhrif þeirra og hvað hægt sé að gera til að bæta líðan og lífsgæði gigtarsjúklinga. Að lokum verður opið fyrir spurningar. Verið öll hjartanlega velkomin – aðgangur er ókeypis.
18. ágúst 2025
Hér að neðan má sjá æfingatöflu knattspyrnudeildar veturinn 2025/2026. Taflan er birt með fyrirvara um breytingar. Vetrartaflan tekur gildi frá og með mánudeginum 25.ágúst. Flokkaskipti, 8., 7. og 6. flokkur Lokaæfingar hjá 8., 7. og 6.flokki karla og kvenna eru 21.ágúst og 22.ágúst. Eftir það taka iðkendur flokkanna vikufrí. Æfingar hefjast aftur 1.september eftir flokkaskipti. Eftir flokkaskipti raðast árgangarnir svona í flokkana: 8.flokkur - iðkendur fæddir 2021 og 2020 7.flokkur - iðkendur fæddir 2019 og 2018 6.flokkur - iðkendur fæddir 2016 og 2017 5. flokkur, yngra ár - iðkendur fæddir 2015 Flokkaskipti, 5. flokkur Lokaæfingar hjá 5.flokki karla og kvenna eru 29. ágúst. Eftir það taka iðkendur flokkanna vikufrí. Æfingar hefjast aftur 5.september eftir flokkaskipti. Eftir flokkaskipti raðast árgangarnir svona í flokkana: 5. flokkur, eldra ár - iðkendur fæddir 2014 4. flokkur, yngra ár - iðkendur fæddir 2013 Flokkaskipti, 4. flokkur Lokaæfingar hjá 4.flokki karla og kvenna eru 14. september. Eftir það taka iðkendur flokkanna vikufrí. Æfingar hefjast aftur 22.september eftir flokkaskipti. Eftir flokkaskipti raðast árgangarnir svona í flokkana: 4. flokkur, eldra ár - iðkendur fæddir 2012 3. flokkur, yngra ár - iðkendur fæddir 2011 Flokkaskipti, 3. flokkur Lokaæfingar hjá 3.flokki karla og kvenna eru 21. september. Eftir það taka iðkendur flokkanna frí. Æfingar fyrir iðkendur fædda 2010 hefjast aftur 29.september eftir flokkaskipti. Æfingar fyrir iðkendur fædda 2009 hefjast aftur 1.október eftir flokkaskipti. Eftir flokkaskipti raðast árgangarnir svona í flokkana: 3. flokkur, eldra ár - iðkendur fæddir 2010 2. flokkur - iðkendur fæddir 2009
18. ágúst 2025
Árgangamót KR verður haldið laugardaginn 13.september á Meistaravöllum! Lið þurfa að lágmarki að hafa 7 leikmenn, óháð kyni. 2005 er yngsti árgangurinn sem getur tekið þátt á mótinu. Mótið verður sett kl. 14:00 og verður gleðskapur inni í félagsheimilinu að móti loknu. Nánari dagskrá verður tilkynnt þegar nær dregur. Skráning á mótið fer fram hér . Fyrirliði hvers liðs greiðir inn á reikning 0137 - 26 - 005911, kt.591184 - 0169. Skráning staðfestst þegar greiðsla er komin í hús. Verð: 30.000kr. á lið. Hlökkum til að sjá sem flesta árganga! ÁFRAM KR!
Lesa meira