Íþróttaskóli KR


Íþróttaskóli KR hefur verið starfræktur í fjölda ára og þar er haft að leiðarljósi að efla skyn og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og sýna tillitssemi.


Íþróttaskólinn fer fram á laugardögum í íþróttahúsi Hagaskóla.


08:30-9:20 fyrir börn fædd 2022

09:30-10:20 fyrir börn fædd 2021-2022

10:30-11:20 fyrir börn fædd 2021-2022

11:30-12:20 fyrir börn fædd 2020-2021


Mæta þarf 5 mínútum áður en tími hefst.


Skólastjóri íþróttaskólans er Sigrún Skarphéðinsdóttir.


Nýtt námskeið hefst 21. september og stendur til og með 7. desember.


Skrá í íþróttaskóla KR