NÝTT FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚS

Haust 2027

EYKT ehf.

Breytt aðgengi

Tímabundin lokun á göngustígum í kringum KR-svæðið

Fyrirhugaðar eru framkvæmdir sem hefjast seinnipart janúar 2026 vegna reisingar fjölnota íþróttamannvirkis við KR.  Fyrsti áfangi framkvæmdanna felst í jarðvegsskiptum á svæðinu og er áætlað að fjarlægja þurfi um 21.000 rúmmetra af jarðvegi.

Við flutning jarðvegsins af framkvæmdasvæðinu verður umferð þungabifreiða um Kaplaskjólsveg og Flyðrugranda. Til að tryggja öryggi barna og annarra vegfarenda verður gönguleið meðfram Flyðrugranda lokuð fyrir gangandi vegfarendur á kafla.


Lokunin nær yfir kafla gönguleiðarinnar meðfram Flyðrugranda, frá norðurenda KR-svæðisins og suður að gatnamótum Flyðrugranda og Meistaravalla.

Gerð verður tímabundin hjáleið meðfram gervigrasvellinum til að tryggja öruggt og gott aðgengi að KR-svæðinu fyrir unga iðkendur meðan á framkvæmdum stendur.

Reiknað er með að jarðvinna á svæðinu fari fram á tímabilinu frá lok janúar og fram í sumarbyrjun.


Við viljum biðja ykkur um að upplýsa börn og önnur ungmenni um þessar lokanir í öryggisskyni.

Upplýsingar um tímabundna lokun á göngustígum í kringum KR-svæðið.