Grótta/KR – Íslandsmeistarar í 6. flokki karla yngri
12. maí 2025

Sameiginlegt lið KR og Gróttu í handbolta, 6. flokki karla yngri urðu Íslandsmeistarar í gær. Þetta er árangur sem endurspeglar ótrúlega liðsheild, leikgleði og samstöðu sem skilaði árangri yfir allt tímabilið.
Við erum spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá þessum efnilegu meisturum.
Þjálfarar flokksins eru Hannes Grimm, Gísli Örn Alfreðsson, Helgi Skírnir Magnússon og Bessi Teitsson.
Á myndina vantar Kristofer Khan.