Jóhannes Kristinn til Kolding
30. júlí 2025

Jóhannes Kristinn Bjarnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við Kolding í Danmörku! Jóhannes Kristinn er uppalinn KR-ingur sem hefur spilað 75 meistaraflokksleiki fyrir félagið og skorað í þeim 15 mörk! Þá hefur hann spilað 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands!
Á sama tíma og Knattspyrnufélag Reykjavíkur þakkar Jóhannesi Kristni fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum góðs gengis í nýju og spennandi verkefni þá vonum við að KR-Breiðablik hafi ekki verið hans síðasti leikur í KR treyjunni!
Innilega til hamingju Jói og gangi þér vel!

