KR leikur til úrslita í 1. deild karla og 2. deild kvenna 13. apríl

12. apríl 2024

Deildarmeistarar KR-A leika til úrslita í 1. deild karla eftir 3-1 sigur á A-liði HK í undanúrslitum, sem fóru fram þann 6. apríl. Liðið mætir A-liði Víkings í úrslitum, sem fara fram 13. apríl kl. 15 í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Þá leika deildarmeistarar KR-C í 2. deild kvenna til úrslita við lið BR (Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar). Leikurinn verður 13. apríl kl. 10, sömuleiðis í Íþróttahúsinu við Strandgötu.


KR átti einnig lið í undanúrslitum í 2. og 3. deild karla. C-lið KR tapaði 0-3 fyrir B-liði HK í 2. deild karla og D-lið KR tapaði 2-3 fyrir BM (Borðtennisfélagi Mosfellsbæjar) í 3. deild karla og komust þessi lið því ekki í úrslit.