Komdu og prófaðu handbolta!

13. janúar 2026

EM í handbolta að hefjast og öllum krökkum boðið að koma á æfingar

Íslenska karlalandsliðið stendur í ströngu næstu vikurnar en EM í handbolta er að hefjast. Fyrsti leikur Íslands er gegn Ítölum á föstudaginn kl. 17:00.

Í tilefni af EM þá bjóðum við öllum krökkum að koma og prófa handbolta þeim að kostnaðarlausu á meðan EM stendur yfir, 15.janúar - 1.febrúar.

Frábæru þjálfararnir okkar taka vel á móti krökkunum. Upplýsingar um þjálfara og æfingatíma má finna á heimasíðu KR en æfingataflan er hérna: 
https://www.kr.is/handbolti

Ef það eru einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við Andra yfirþjálfara (
andri.sigfusson@reykjavik.is).