Teitur Björgúlfsson í æfingahóp U15
14. nóvember 2024

Þórhallur Siggeirsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið Teit Björgúlfsson til úrtaksæfinga dagana 26.-28. nóv 2024. Æfingarnar verða undir handleiðslu Ómars Inga Guðmundssonar nýs þjálfara U15 karla.
Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ.