Alexander Rafn og Skarphéðinn Gauti í U17
30. júlí 2025

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið Alexander Rafn Pálmason og Skarphéðin Gauta Ingimarsson í leikmannahóp fyrir Telki Cup æfingamótið sem fram fer í Ungverjalandi dagana 11. – 17. ágúst. Íslenska liðið mun spila á móti Ungverjalandi, Írlandi og Tyrkland á mótinu.
Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!!

