Arnar Freyr í KR
5. ágúst 2025

Arnar Freyr Ólafsson (1993) hefur skrifað undir samning við KR út tímabilið 2026! Arnar Freyr hefur varið mark HK síðustu níu ár en er nú mættur í KR treyjuna til að veita Halldóri Snæ samkeppni eftir að Sigurpáll Sören meiddist illa á æfingu. Arnar Freyr kemur með mikla reynslu inn í hópinn en hann hefur spilað hátt í 300 meistaraflokksleiki!
Við hlökkum mikið til að sjá Arnar Frey á vellinum og bjóðum hann velkominn í KR!