Orri Hrafn í KR

5. ágúst 2025

Orri Hrafn Kjartansson (2002) hefur skrifað undir samning við KR út tímabilið 2028! Orri Hrafn hefur spilað 134 meistaraflokksleiki fyrir Fylki og Val og skorað í þeim 12 mörk. Þá hefur hann spilað 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 3 mörk!



Við hlökkum mikið til að sjá Orra Hrafn á vellinum og bjóðum hann velkominn í KR!