C-lið KR er efst í 2. deild kvenna

18. nóvember 2025

A-liðið er í 2. sæti í 1. deild kvenna

Fyrri hluti leikja í deildakeppni kvenna voru leiknir í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 8. nóvember. KR á tvö lið í 1. deild kvenna og þrjú lið í 2. deild kvenna.


Í 1. deild kvenna er A-lið KR í 2. sæti að loknum fyrri hluta keppninnar en liðið tapaði 1-6 fyrir liði Víkings, sem hafði fengið tvo sterka leikmenn frá Svíþjóð til liðs við sig. Eina leik KR vann Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, sem sigraði Íslandsmeistarann Nevenu Tasic. Víkingskonur eru í forystu í deildinni og eru ósigraðar eftir fyrri hluta keppninnar.


Í 2. deild kvenna er C-lið KR í efsta sæti, en liðið vann alla leiki sína örugglega 6-0. Liðið prýðir forsíðu fréttarinnar.


Úrslit úr einstökum viðureignum:


1. deild kvenna

KR-B – KR-A 0-6
Víkingur – KR-B 6-0
KR-A – Víkingur 1-6


2. deild kvenna

Garpur – KR-D 6-0
KR-C – KR-E 6-0
KR-C – Garpur 6-0
KR-E – KR-D 6-2
KR-D – KR-C 0-6
Garpur – KR-E 6-1


Mynd frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.