Íslandsmeistarar og silfursafn

21. nóvember 2025

Um síðustu helgi hélt Taekwondosamband Íslands Íslandsmót í poomsae og áttu við KR-ingar sex fulltrúa á mótinu.

Ólafur, Snævar og Daníel kepptu á sínu fyrsta Íslandsmóti, í C flokki 12-14 ára og stóðu sig með prýði í einstaklingskeppni en í liðakeppni tóku þeir höndum saman og enduðu í öðru sæti og fóru því heim með silfur. Góð byrjun þar og eiga vonandi eftir að halda áfram að keppa saman.

Prasun keppt í B flokki 12-14 ára og rétt varð af gullinu en endaði með öruggt og gott silfur. Þá keppti Bjartur í B flokki 15-17 ára þar sem hann var í sömu aðstæðum og Prasun og endaði líka með silfur. Saman kepptu þeir svo í parakeppni í 15-17 ára flokki B og fóru þar með sigur af hólmi og hampa því Íslandsmeistaratitli í parakeppni.

Við óskum þeim til hamingju með titilinn!