Desember mót Ármanns
10. desember 2025


Sunddeild KR tók þátt á Jólamóti Ármanns 6-7 desember. KR-ingar stóðu sig glæsilega og endaði mótið á skemmtilegu Jólaboðsundi þar sem öllum keppendum mótsins var skipt í boðsundsveitir og þurftu krakkarnir svo að synda með Jólasveinahúfu á höfðinu sem þurfti að afhenda næsta sundmanni áður en að viðkomandi mátti fara á stað.
Helstu úrslit af mótinu voru:
Pétur Viðar Arnórsson 2 sæti í 100m skriðsundi og 3 sæti í 50m skriðsundi
Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir 2 sæti í 50m flugsundi, 2 sæti í 100m flugsundi, 3 sæti í 200m flugsundi og 3 sæti í 100m fjórsundi
Bríet Björk Jóhannsdóttir 3 sæti í 200m bringusundi
Viktoría Vasile 1 sæti í 100m flugsundi og 1 sæti í 200m flugsundi






