Eiríkur Logi sigraði í undir 23 ára flokki í Osló
21. desember 2025

Eiríkur Logi Gunnarsson sigraði í einliðaleik 23 ára og yngri á móti í Osló laugardaginn 13. desember. Mótið kallast KM Oslo & Akershus 2025. Eiríkur lagði andstæðing frá Oslo BTK örugglega 3-0 í úrslitum.
Hann keppti líka í opnum flokki karla og varð í 5.-8. sæti.
Eiríkur dvelur í suðurhluta Svíþjóðar við æfingar um þessar mundir og leikur með liði Åstorps í sænsku deildakeppninni. Gestur, bróðir hans, hefur einnig leikið með liði Åstorps.






