EM 2025 lita- og verkefnahefti
7. júlí 2025

KR í samstarfi við Pálínu Kroknes hefur ákveðið gefa iðkendum í 8. - 5. flokki karla og kvenna rafrænt eintak af lita- og verkefnahefti sem hún vann að fyrir EM kvenna 2025.
Pálína hefur sterkar taugar til félagsins en faðir hennar, Jóhann Króknes Torfason spilaði með meistaraflokki KR 1972 - 1977. Hann spilaði 54 leiki fyrir félagið og skoraði 17 mörk!
KR þakkar Pálínu fyrir samstarfið og hvetur iðkendur til að prenta út eintak af bókinni og fylgjast vel með leikjunum á EM í sumar!
Iðkendur geta nálgast heftið í gegnum slóð á ABLER!
Aðrir áhugasamir geta keypt heftið hér:
http://palinakroknes.myshopify.com/







