Guðbjörg Vala og Lúkas sigruðu á lokamóti Butterfly unglingamótaraðarinnar
7. maí 2025


Lokamót Butterfly unglingamótaraðar HK og Pingpong.is var haldið í Kópavogi laugardaginn 3. maí. Til mótsins var boðið stigahæstu leikmönnunum á þremur mótum mótaraðarinnar yfir veturinn. Keppt var í tveimur stúlknaflokkum og fjórum drengjaflokkum.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í flokki meyja 14-15 ára eftir hörkuleik við Helenu Árnadóttur, sem lauk í oddalotu. KR sigraði því tvöfalt í meyjaflokki.
Lúkas André Ólason vann flokk pilta 12-13 ára og lagði Dawid May-Majewski úr BH 3-0 í úrslitaleik.
Aðrir verðlaunahafar úr KR voru Klara Lind Hreiðarsdóttir, sem varð önnur í flokki táta 11 ára og yngri, og Viktor Daníel Pulgar, sem fékk brons í flokki sveina 14-15 ára.
Myndir teknar úr myndasafni BTÍ frá Íslandsmóti unglinga 2025.