Knattspyrnuskóli KR 2025
7. maí 2025

Knattspyrnuskóli KR hefst 10. júní og er ætlaður börnum í 7. til 5. flokks.
Skólinn fer fram á gervigrasinu og lögð áherslu á að hver og einn fái verkefni við hæfi og njóti sín sem best. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg undir stjórn Karenar Guðmundsdóttur.
Við fáum einnig spennandi heimsóknir frá þekktu knattspyrnufólki yfir sumarið.
Knattspyrnuskólinn fer fram alla virka daga frá kl. 9:00–12:00. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8:00–9:00 og 12:00–15:00.
Námskeiðin eru tvær vikur í senn en hægt er að kaupa aðeins aðra vikuna.
Skráning er hafin inn á
ABLER!