Gullmót KR 2026
26. september 2025

Gullmót KR fer fram í nítjánda skipti í Laugardalslaug 13.-15. febrúar. Mótið er opið öllum aldursflokkum, þar sem keppt er í 60 greinum í 5 mótshlutum, auk KR Super Challenge flugsundskeppni á laugardagskvöldi. Eins og áður verður keppendum boðið upp á góða gistingu og mat í Laugalækjarskóla á meðan á mótinu stendur.
Allar upplýsingar um Gullmót KR eru núna á heimasíðu sunddeildarinnar:
https://www.kr.is/gullmot-kr8ade16be