Handboltamót hjá 8.flokki stráka
5. desember 2025

Helgina 22.-23. nóvember fóru strákarnir í 8.flokki á sitt annað mót í vetur. Við tefldum fram tveimur liðum og keppti hvort lið fjóra leiki. Strákarnir stóðu sig frábærlega og sáust miklar framfarir hjá þeim.
8.flokkur karla (f. 2019 og 2018) æfir á mánudögum 16:15-17:15 og miðvikudögum 16:15-17:05 upp í íþróttahúsi Hagaskóla. Við minnum á að allir mega koma prófa frítt á meðan stelpurnar okkar keppa á HM í handbolta.







