Strákarnir í 7.flokki á sitt annað mót

2. desember 2025

Helgina 15.-16. nóvember fóru strákarnir í 7.flokki á sitt annað mót. Mótið var haldið í Myntkaup höllinni í Mosfellsbæ og spilaði hvert lið fjóra leiki. Strákarnir skemmtu sér mikið og taka allt með sér í reynslubankann. Næsta mót verður á nýju ári upp á Ásvöllum.

7.flokkur heldur áfram að æfa fram að jólum í Íþróttahúsi Hagaskóla á mánudögum og miðvikudögum klukkan 15:15-16:15.