Körfuboltabúðir KR 2025
12. maí 2025

Körfuboltabúðir KR hefjast 10. júní og eru fyrir börn fædd frá 2008 til 2018.
Tímasetningar:
Börn fædd 2014 til 2018, 9:00 - 12:00 með möguleika á gæslu. Gæslan er frá 08:00 - 09:00 og 12:00 - 15:00.
Börn fædd 2012 til 2013, 13:30 til 15:30. Æfingunum er skipt upp í körfuboltaæfingu og styrktaræfingu.
Börn fædd 2008 til 2011, 16:30 til 18:30. Æfingunum er skipt upp í körfuboltaæfingu og styrktaræfingu.
Gunnar Ingi Harðarson mun sjá um styrktaræfingarnar. Gunnar hefur verið styrktarþjálfara meistaraflokka KR seinustu þrjú tímabil og hefur einnig verið með yngri flokka okkar í styrktaræfingum seinustu tvö tímabil við góðan árangur.