KR stúlkur sigruðu í stúlknaflokkunum á aldursflokkamóti HK

18. janúar 2026

Anna Villa, Elísabet og Marta sigruðu

KR stúlkur sigruðu í öllum þremur stúlknaflokkunum á aldursflokkamóti HK, sem fram fór í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi laugardaginn 17. janúar 2026. Keppt var í þremur aldursflokkum 15 ára og yngri.


Marta Dögg Stefánsdóttir sigraði í flokki meyja 14-15 ára, Anna Villa Sigurvinsdóttir í flokki telpna 12-13 ára og Elísabet Ngo Björnsdóttir í flokki táta 11 ára og yngri.

KR-drengirnir komust ekki á verðlaunapall að þessu sinni.


U16 KVK 2010-2012

1. Marta Stefánsdóttir KR
2. Þórunn Erla Gunnarsdóttir KR
3. Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir Garpur


U13 KVK 2013-2014

1. Anna Villa Sigurvinsdóttir KR
2. Júlía Fönn Freysdóttir KR
3.-4. Guðbjörg Stella Pálmadóttir Garpur
3.-4. Helgo Ngo Björnsdóttir KR


U11 KVK FÆDD 2015 OG YNGRI

1. Elísabet Ngo Björnsdóttir KR
2. Bríet Sóley Jónsdóttir KR


Myndir fengnar af heimasíðu Borðtennissambands Íslands.