Bryndís Eir í úrvalslið Taekwondosambandsins
19. janúar 2026
Taekwondo landsliðsþjálfari Íslands í bardaga, Rich Fairhurst, valdi nýtt úrvalslið sem fær leiðsögn og þjálfun hjá landsliðsþjálfara á árinu. Sex einstaklingar voru valdir úr stórum hópi í liðið eftir heilan dag af úrtökuæfingum og viðtölum. Þetta er allt efnilegt ungt fólk sem stefnir hátt og mun reyna að komast í landsliðið í framtíðinni. Besta taekwondo-kona KR, Bryndís Eir Sigurjónsdóttir, var ein þeirra sem komst í liðið og mun því æfa með landsliðinu á þessu ári.
Eiga KR-ingar því núna bæði fulltrúa í úrvalsliðinu og landsliðinu. Við óskum Bryndísi til hamingju með þennan áfanga.







