Opið hús í KR og Lagersala í KR búðinni

1. september 2025

Fimmtudaginn 4.september kl. 17:00-18:30 er opið hús í KR þar sem öllum er velkomið að koma í heimsókn í A-sal íþróttahússins og kynnast starfsemi allra deilda!


Eftirtaldar deildir verða með kynningarbás: badmintondeild, borðtennisdeild, frjálsíþróttadeild, glímudeild, handboltadeild, knattspyrnudeild, Kraftur í KR, KR konur, KR skokk, körfuknattleiksdeild, skákdeild, skíðadeild, sunddeild og taekwondodeild!



KR búðin verður einnig á svæðinu með LAGERSÖLU!! Lagersalan verður aðeins á opna húsinu! Þið viljið ekki missa af henni!!


Sendið þetta á vini ykkar og látið orðið berast!
Sjáumst á fimmtudaginn!


ÁFRAM KR!!