Úr myrkrinu í ljósið - KR styður Píeta samtökin

Sonja Hlín Arnarsdóttir • mar. 11, 2024

KR hefur alla tíð verið annt um samfélagið sem það starfar í. Karlalið KR í körfubolta vill sýna það í verki í leik sínum á móti ÍA í 1. deild karla sem haldinn verður á Meistaravöllum 15. mars nk. Sá leikur er til styrktar Píeta samtökunum.

Andleg heilsa er málefni sem stendur leikmönnunum okkar nærri og vilja þeir leggja sitt að mörkum til að efla umræðu um málefnið á Íslandi og um leið safna fjármagni sem rennur til samtakanna.


Miðasala er hafin á Stubb


KR-liðið mun leika í viðhafnarútgáfu af keppnisbúningi sínum auk þess sem ýmislegt annað verður gert til fjáröflunar í tengslum við leikinn. Allur ágóði af miðasölu leiksins og hluti af sölu sérstakra KR-Píeta-bola, rennur til Píeta samtakanna.


Una Torfadóttir tónlistarkona, Vesturbæingur og KR-ingur, mun flytja KR-lagið fyrir leik. Þetta er eitthvað sem enginn KR-ingur má missa af. Sá flutningur fer fram rúmlega klukkan 19 inni í keppnissalnum.
 
Una kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir nokkrum árum síðan og vann til fjölda tónlistarverðlauna á síðasta ári. Una átti m.a. lag Hinsegin daganna í fyrra og stýrði fjöldasöngi þúsunda kvenna og kvára í kvennaverkfalli á Arnarhóli.
 
Við erum ótrúlega stolt af Unu og ævinlega þakklát fyrir að hún styðji við þetta góða málefni með tónlistarflutningi sínum.
 
Ingvar Örn Ákason, betur þekktur sem Byssan, verður með uppistand inni í félagsheimili eftir leik. Ingvar er öllum KR-ingum kunnugur enda uppalinn Vesturbæingur og grjótharður KR-ingur, þó að hann búi reyndar uppi á Skipaskaga í dag.


Dagskrá:
18:00 BBQ inni í félagsheimili, sala á KR-Píeta bolum
19:00 Una Torfa
19:15 KR – ÍA
21:00 Opið inn í félagsheimili eftir leik, Ingvar Örn Ákason (Byssan) með uppistand, sala á KR-Píeta bolum


Miðasala er hafin á Stubb:

Nánari upplýsingar um Píeta samtökin


Share by: