SPIF Stockholm - Summer Cup 2025
1. júlí 2025

Sundmót og Tívolí

Sunddeild KR og Ármanns kepptu á SPIF Stockholm - Summer Cup 2025 seinustu helgi en félögin kepptu saman undir merkjum Reykjavíkur
Alls fóru 13 sundmenn frá KR á mótið það voru þau
Aldís Ögmundsdóttir
Arna Ingólfsdóttir
Benedikt Bjarni Melsted
Björk Grímsdóttir
Bragi Valur Gestsson
Emilý Sóley P M Eysteinsdóttir
Hrafn Guðmundsson
Jón Haukur Þórsson
Jónas Ragnar Bergþórsson
Mikael Björn Melsted
Niklas Auffenberg
Timotei Roland Randhawa
Þórður Karl Steinarsson
Það voru miklar bætingar hjá okkar sundfólki en Hrafn gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna í 50m baksundi í aldursflokki 13-14 ára.
Eftir mótið var farið í Gröna Lund Tívolí í Stokkhólmi og skemmtu sér allir konunglega
Stórkostleg ferð hjá flottum hóp til að ljúka tímabilinu
æfingar hefjast svo aftur hjá A hópnum um miðjan Ágúst
Áfram KR!!!