Helena, Lúkas og Viktor sigruðu í sínum flokki í Gautaborg
30. júní 2025


Sex ungir KR-ingar léku með um 20 leikmönnum úr unglingalandsliðshópnum á Lekstorps Sommarpool 2025 mótinu í Gautaborg um helgina. Allir keppendurnir kepptu í nokkrum flokkum og unnu allir leiki. Þrír KR-inganna sigruðu í flokki. Lúkas André Ólason vann flokk þeirra sem hafa 1250 stig eða minna. Helena Árnadóttir sigraði í flokki stúlkna með 750 stig eða minna og Viktor Daníel Pulgar var hlutskarpastur í flokki þeirra sem hafa 750 stig eða minna.
Á forsíðunni má sjá KR-stúlkurnar á mótinu, þær Guðbjörgu Völu Gunnarsdóttur, Helenu Árnadóttur, Mörtu Dögg Stefánsdóttur og Þórunni Erlu Gunnarsdóttur með liðsfélaga.
Myndir teknar af vef Borðtennissambands Íslands og þar má sjá ítarlegri umfjöllun um mótið.

