Taekwondomaður ársins
5. janúar 2026

Guðmundur Flóki Sigurjónsson var útnefndur þann 3. janúar taekwondomaður ársins 2025 í árlegu fögnuði ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fór fram í Hörpu. Flóki er vel að þessum heiðri kominn með þrjú gull og tvö brons á alþjóðlegum stigamótum í haust, og 17. sæti á HM og var þetta allt í fullorðinsflokki þó að í raun væri hann á síðasta ári í unglingaflokki. Hann er núna í 22. sæti á heimslistanum í -80 kg flokki og 33. sæti þegar horft er á Ólympíuflokka.
Það eru stór mót fram undan á árinu og stór markmið sem núverandi íþróttamaður KR hefur sett sér og hóf hann því árið á því að fljúga til Svíþjóðar á nýársdag til að fara á æfingabúðir - eins og sést þá er tekið vel á því. Við óskum Guðmundi Flóka til hamingju með titilinn og velfarnaðar í verkefnum sem fram undan eru.







