Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir borðtenniskona ársins 2025

4. janúar 2026

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, 15 ára leikmaður KR, var valin borðtenniskona ársins 2025 í kjöri Borðtennissambands Íslands. Á vef Borðtennissambandins er þessi umsögn um Guðbjörgu Völu:



"Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er 15 ára leikmaður KR. Guðbjörg Vala varð í öðru sæti í einliðaleik á Íslandsmótinu í vor aðeins 14 ára að aldri og sigraði á lokamóti BTÍ skömmu síðar. Þá keppti hún víða erlendis á árinu, svo sem á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og hefur stimplað sig inn sem ein af efnilegustu borðtenniskonum Norðurlandanna með sigrum í sínum aldursflokki á fjölmennum mótum í Ängby, Hróarskeldu, með 5. sæti á Safir International og með tímamótaárangri þegar hún komst í 64-manna úrslit í flokki 15 ára og yngri á sterku EM unglinga í sumar. Guðbjörg Vala er frábær fulltrúi íslensks kvennaborðtenniss og á framtíðina fyrir sér."