Tveir sigrar hjá Guðbjörgu Völu um helgina
26. janúar 2026
Sigur í meistaraflokki kvenna á BH Open og RIG
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á tveimur mótum um helgina. Hún sigraði á Reykjavíkurleikunum (RIG, Reykjavík International Games), þar sem hún lagði Íslandsmeistarann Nevenu Tasic úr Víkingi 4-3 í úrslitaleik. Í 3.-4. sæti urðu þær Nina Alot frá Lundi í Svíþjóð og Magnea Ólafs, Víkingi.
Á BH Open sigraði Guðbjörg Vala stöllu sína Helenu Árnadóttur 4-0 í úrslitaleik. Á mótinu, sem fram fór í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, voru fjölmargir erlendir keppendur, bæði frá nokkrum sænskum borðtennisfélögum og frá Færeyjum. Í 3.-4. sæti í meistaraflokki kvenna höfnuðu Jianing Sun og Nina Alot, báðar frá borðtennisfélaginu í Lundi í Svíþjóð.
Fleiri KR-ingar komust á verðlaunapall á BH Open:
Norbert Bedö sigraði í opnum flokki B, sem er fyrir þá sem hafa færri en 2000 stig.
Anna Villa Sigurvinsdóttir sigraði í flokki telpna 13 ára og yngri. Helga Ngo Björnsdóttir og Júlía Fönn Freysdóttir höfnuðu í 3.-4. sæti.
María Vésteinsdóttir varð önnur í flokki táta 11 ára og yngri og Bríet Sóley Jónsdóttir varð þriðja.
Dalmar Bragi Aronsson varð í 3.-4. sæti í flokki stráka 11 ára og yngri.
Viliam Marchiník varð í 4. sæti í flokki karla og kvenna 40 ára og eldri.
Anna Marczak og Hrefna Namfa Finnsdóttir lentu í 3.-4. sæti í deild D í liðakeppni.
Fjölmargar myndir frá mótinu má sjá á fésbókarsíðu Borðtennisdeildar BH og myndir inni í fréttinni eru frá BH en forsíðumyndin af verðlaunahöfum á RIG, tekin af vef BTÍ.








