A-lið KR er í 4. sæti í 1. deild karla eftir 4 umferðir

27. október 2025

F-lið KR í efsta sæti í suðurriðli 4. deildar

Lið KR í deildakeppninni í borðtennis áttu misjöfnu gengi að fagna í leikjum helgarinnar. Tvær umferðir voru leiknar í 1.-3. deildum karla en þrjár í suðurriðli 4. deildar. Leikið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þetta var önnur leikjahelgin af fimm á keppnistímabilinu, áður en kemur að úrslitakeppni.


A-lið KR er í 4. sæti í 1. deild með 2 stig. Liðið tapaði báðum leikjum sínum um helgina en nokkuð var um forföll í liðinu og þurfti að kalla til varamann. B-lið KR er neðst í 1. deild og er án stiga.


C-lið KR leikur í 2. deild. Liðið hefur 5 stig og gerði jafntefli í báðum leikjum helgarinnar.


D- og E-lið KR eru í 3. deild. Bæði liðin töpuðu leikjum sínum um helgina. KR-E hefur 4 stig eftir 4 leiki en KR-D er án stiga.


F-lið KR er í efsta sæti í suðurriðli deildarinnar með 9 stig. Liðið vann tvo leiki um helgina og gerði eitt jafntefli.


Úrslit úr leikjum helgarinnar hjá liðum KR:

1. deild karla

KR-A – Víkingur-A 0-6
BH-A – KR-B 6-1
KR-B – Víkingur-A 0-6
KR-A – BH-B 4-6


2. deild karla

Selfoss – KR-C 5-5
BR-A – KR-C 5-5


3. deild karla
HK-C – KR-D 6-1
KR-E – BR-B 2-6
KR-E – BM 1-6
BR-B – KR-D 6-2


4. deild karla - suðurriðill

Garpur-B – KR-F 1-6
KR-F – Umf. Selfoss-B 6-4
HK-D – KR-F 5-5


Á forsíðu má sjá mynd úr myndasafni af Mörtu Dögg Stefánsdóttur og Þórunni Erlu Gunnarsdóttur, liðsmönnum í KR-F.