Nóg um að vera í handboltanum

31. október 2025

Handboltaskóli og fyrsta mót 7. flokks karla

Handboltaskóli Gróttu/KR sem stóð yfir í vetrarfríinu var að ljúka en um 48 krakkar komu á dögunum og nutu leiðsagnar frá okkar flottu þjálfurum.


Helgina 11. - 12. október fór fram fyrsta 7.flokks mót vetrarins. Við tefldum fram 7 liðum á yngra og eldra ári og spilaði hvert þeirra fjóra. leiki. Strákarnir skemmtu sér konunglega og stóðu sig með mikilli prýði. Mótið fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði.

7.flokkur karla æfir á mánudögum og miðvikudögum klukkan 15:15-16:15 í Íþróttahúsi Hagaskóla.

Við hvetjum alla sem vilja koma og prófa handbolta að kíkja í heimsókn. Antoine, Sverrir og Sigurvin taka vel á móti þeim !